Lífið

Maður á að hlakka til að fá hádegismat

Guðný Hrönn skrifar
Fannar Arnarsson segir fólk gera miklar kröfur til hádegismatar nú til dags.
Fannar Arnarsson segir fólk gera miklar kröfur til hádegismatar nú til dags. vísir/andri marinó
„Þetta er einfaldur og klassískur réttur sem er gerður meira spennandi og auðvitað bragðbetri,“ segir yfirmatreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson um þennan girnilega lambapottrétt. Hann segir hvern sem er geta reitt fram þennan rétt sem er tilvalinn í hádegismat.

Fannar, sem er stofnandi fyrirtækisins Matar Kompaní, segir fólk vera farið að gera auknar kröfur til matarins sem það fær í hádeginu. „Fólk er orðið þreytt á að borða til dæmis hefðbundið gúllas með pakkakartöflumús og frosnu grænmeti. Mötuneytismatur þarf ekki að vera bragðlaus og óspennandi. Að labba inn í mötuneyti í vinnunni og hugsa í leiðinni „jæja, ætli þetta sé ætt?“ er ekki það sem maður vill. Í hádegismatartímanum á maður að ná að slaka á og hlakka til að borða bragðgóðan og næringarríkan mat,“ segir Fannar.

Lambapottréttur með mangósalsa, jógúrtsósu og grilluðu flatbrauði.vísir/andri marinó
Lambakarrýpottréttur

fyrir fjóra

60 g lambagúllas eða læri skorið í bita

3 msk. karrý

1 msk. túrmerik

2 msk. kúmen

1 msk. kardimommuduft

3 msk. hunang

Salt eftir smekk

400 ml kókosmjólk

200 ml vatn

Kjötið er brúnað í potti með smá ólífuolíu þar til fallegur litur næst. Öllum þurrkryddum blandað við og vökvanum.

Leyft að malla á lágum hita í klukkutíma, svo er grænmeti bætt í og leyft að malla í 30 mínútur til viðbótar.

Grænmetisblanda

1 stk. sellerírót

2 stk. rauðrófur

Mangósalsa

2 mangó, skorin í teninga

5 tómatar skornir í teninga

1 hnefi kóríander skorið smátt

3 lime, börkur og safi

Salt eftir smekk

Jógúrtsósa

200 g grísk jógúrt

2 msk. hvítlauksolía

1 msk. hunang

Salt eftir smekk

Flatbrauð

250 g hveiti

2 tsk. brúnn sykur

1 tsk. salt

1 tsk. ger

110-150 ml vatn

1 msk. kókosolía

Blanda öllu saman, láta standa í 1,5 tíma móta svo stærðir og fletja út. Brauðið er grillað eða pönnu­steikt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×