Lífið

Upptaka af neyðarlínusímtalinu: Þernan kom að Chester Bennington látnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þernan kom að Bennington látnum.
Þernan kom að Bennington látnum.
Söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, Chester Bennington, svipti sig lífi á heimili sínu þann 20. júlí, aðeins 41 árs að aldri.

Vefurinn TMZ hefur núna birt upptöku af neyðarlínusímtalinu þegar tilkynnt var um dauða Bennington en þar má heyra mann endurtaka það sem þerna heimilisins hafði lýst fyrir honum. Maðurinn er atvinnubílstjóri sem var að aka í hverfinu þar sem söngvarinn bjó Í Los Angeles.

Það má greinilega heyra í símtalinu að þernan er í miklu áfalli en hún kom að söngvaranum þar sem hann hafði hengt sig. Fram kemur í símtalinu að á sama tíma og það á sér stað er þernan að ræða við eiginkonu Bennington.

Bennington fæddist árið 1976 í borginni Phoenix í Arizona. Hann glímdi lengi við eiturlyfjafíkn og árið 2011 tjáði hann sig um kynferðislega misnotkun sem hann var beittur þegar hann var barn.

Lögreglan í Los Angeles staðfesti í gær að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Lögreglan í Los Angeles sendi frá sér upptökuna í gær. Nýjasta plata Linkin Park er núna komin í 17. sæti á vinsældarlista Billboard. Hljómsveitameðlimir Linkin Park sendu í gær frá sér yfirlýsingu um málið sem má lesa neðst í fréttinni. Upptakan af símtalinu er hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hljómsveitarmeðlimir Linkin Park í rusli

„Elsku Chester, hjörtu okkar eru brostin.“ Svona hljóma upphafsorð minningargreinar hljómsveitarmeðlima Linkin Park sem þeir birtu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar í dag. Chester Bennington framdi sjálfsvíg 20. júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×