Erlent

Forseti Póllands skrifar undir umdeild lög

Kjartan Kjartansson skrifar
Maður með grímu sem líkist Duda forseta mótmælir umdeildum lögum ríkisstjórnarinnar um dómstóla.
Maður með grímu sem líkist Duda forseta mótmælir umdeildum lögum ríkisstjórnarinnar um dómstóla. Vísir/AFP
Pólska ríkisstjórnin getur nú tilnefnt dómstjóra allra lægri dómstóla í landinu eftir að Andrzej Duda forseti skrifaði undir umdeild lög þess efnis. Forsetinn beitti neitunarvaldi sínu gegn tveimur öðrum lögum um breytingar á dómstólum.

Mikil mótmæli hafa geysað í Póllandi undanfarið vegna breytingar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti vill gera á dómskerfi landins. Gagnrýnendur laganan segja þau svipta dómstóla sjálfstæði sínu. Evrópusambandið hefur hótað Póllandi refsiaðgerðum taki lögin gildi.

Duda tilkynnti í gær að hann ætlaði að neita að skrifa undir tvenn lög sem hefðu gert ríkisstjórninni kleift að reka alla hæstaréttardómara landsins og skipa nýja í þeirra stað.

Lögin sem hann skrifaði undir í dag heimila dómsmálaráðherranum að velja dómstjóra lægri dómstóla. Andstæðingar laganna segja þau stangast á við stjórnarskrá, að því er segir í frétt The Guardian.


Tengdar fréttir

Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi

Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×