Skoðun

Eru öryggismál leyndarmál?

Þorgeir R Valsson skrifar
Í ljósi umræðu um vinnuslys á Íslandi langar mig aðeins til að halda áfram umfjöllun um slys og hvernig og hvort hægt er að koma í veg fyrir þau? Enda finnst mér alltof lítið um forvarnir á opinberum grundvelli, um varnir gegn slysum er lítil umfjöllun nema þegar þau verða og þá er oftast talað um alvarlegustu slysin þar sem starfsmenn láta lífið.

Við verðum að átta okkur á einu þó það snerti okkur ekki beint, er að bakvið hvert slys sem verður er að sá sem slasast, fjölskylda og samfélagið í heild verður fyrir gríðarlega miklu tjóni. Nú hvernig spyrja þá sumir?

Fjölskylda, íslensk eða erlend: Við erum þessa dagana með gríðarlega mikið af farandverkamönnum sem koma hingað til að vinna, einfaldlega til að getað séð fjölskyldu sinni farborða. Og já það eru fjölskyldur og yfirleitt börn á bakvið þetta fólk sem treysta á að Pabbi eða Mamma, sonur, dóttir, systir eða bróðir komi heim fljótlega til fjölskyldunnar. Og það sama á við íslenskar fjölskyldur. Hverjum langar til að segja þessi orð: „hann/hún kemur aldrei heim aftur.“

Á bakvið hvert vinnuslys er líka fjölskylda.

Samfélagið: Á Íslandi sem og annars staðar kosta vinnuslys samfélagið gríðarlega fjármuni læknis og tryggingakostnaður sem og annar kostnaður sem myndast við slysin.

Þjálfun, fræðsla og góð eftirfylgni er eitt af meginatriðum góðs öryggisstarfs á vinnustöðum, að veita starfsmönnum allar upplýsingar um áhættur og verkið, brýna vel fyrir þeim hvernig þeir eiga að verja sig og einnig er mikilvægt að segja þeim að þeir eru líka ábyrgir fyrir eigin öryggi og stjórnendur verða að sýna virðingu fyrir þeirra hugmyndum og áhyggjum.

Höfum hátt er umræða sem er í þjóðfélaginu í dag, og hvers vegna eiga öryggismál ekki erindi inn í slíka umræðu enda eru þolendur, fjölskyldur og börn þeirra á endanum þau sem mest þurfa að þjást.

Alltof lítið er rætt um forvarnir í öryggismálum á Íslandi en samt sem áður á sú umræða fullt erindi inn í umræður dagsins.

Eru öryggismál leyndarmál?

Þorgeir R Valsson, öryggisfulltrúi Ístaks


Tengdar fréttir

Öryggismál vinnustaða á Íslandi

Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum.




Skoðun

Skoðun

Sigur­bogi

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar

Sjá meira


×