Íslenski boltinn

Kristinn gæti verið á heimleið | Í viðræðum við Blika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theodór Elmar, til hægri, í leik með íslenska landsliðinu.
Theodór Elmar, til hægri, í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Svo gæti farið að Kristinn Jónsson, leikmaður Sogndal í Noregi, sé á heimleið og klári tímabilið í Pepsi-deildinni. Þetta staðfestir hann í samtali við 433.is.

Kristinn segist vera að skoða sín mál þessa dagana en hann hefur verið staddur hér á landi að undanförnu.

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, staðfesti við Vísi að félagið hafi átt í viðræðum við umboðsmann Kristins um möguleg félagaskipti. Hann hefur einnig verið orðaður við KR og önnur lið.

„Ég vona að hann komi til okkar. Við erum að skoða þessi mál,“ sagði Eysteinn Pétur við Vísi.

Kristinn er 27 ára og var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2015, áður en hann hélt til Noregs. Hann hefur spilað með Breiðabliki alla sína tíð á Íslandi og á að baki 158 leiki í deild og bikar. Hann hefur skorað í þeim ellefu mörk.

Hann var einnig á mála hjá Brommapojkarna í Svíþjóð árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×