Enski boltinn

Koeman staðfesti áhuga Everton á Gylfa | Barkley á förum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronald Koeman er sagður hafa lengi haft augastað á Gylfa Þór.
Ronald Koeman er sagður hafa lengi haft augastað á Gylfa Þór. vísir/getty
Ronald Koeman, stjóri Everton, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag en vildi ekkert segja um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Everton bauð 40 milljónir punda í Gylfa á mánudag en tilboðinu var umsvifalaust hafnað af bandarískum eigendum Swansea.

„Við tölum ekki um nöfn en það hafa verið margar sögusagnir í blöðunum,“ sagði Koeman á blaðamannafundinum í dag.

Sjá einnig: Stór dagur fyrir Gylfa í dag

„Ég veit að við misstum Ramiro Funes Mori í hnémeiðsli og við viljum fá einhvern í hans stað. Við misstum Romelu Lukaku en fengum Sandro Ramirez. Við höfum reynt að fá annan sóknarmann og kannski einn til viðbótar.“

Koeman sagði enn fremur að hann reiknaði með því að miðjumaðurinn Ross Barkley muni fara frá Everton sem ýtir enn frekar undir þær vangaveltur að Gylfi myndi enda hjá Everton, þrátt fyrir allt.

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn og virðist ekki ætla að sætta sig við neitt minna.

Uppfært 13.40: Í lok blaðamannafundarins staðfesti Koeman áhuga Everton á Gylfa. „Auðvitað höfum við áhuga á leikmanninum,“ sagði Koeman. „En ég veit ekki hvort við bjóðum aftur í hann,“ bætti hann við.


Tengdar fréttir

Stór dagur fyrir Gylfa í dag

Aðallið Swansea mætir aftur til æfinga í heimabyggð í dag og þar verða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar í brennidepli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×