Innlent

Ráðuneyti mátti ekki vísa kæru sjómanns frá

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sjómaðurinn starfaði fyrir erlend útgerðarfélög.
Sjómaðurinn starfaði fyrir erlend útgerðarfélög. Vísir/Stefán
Frávísun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á kæru sjómanns, sem vildi hnekkja úrskurði ríkisskattstjóra um skattalegt heimilisfesti sitt, var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis.

Sjómaðurinn, sem starfaði fyrir erlend útgerðarfyrirtæki á árunum 2006 til 2010, leitaði til umboðsmanns og kvartaði yfir úrskurði ríkisskattstjóra þess efnis að hann væri heimilisfastur og þar með skattskyldur hér á landi. Hann kærði úrskurðinn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, en ráðuneytið vísaði kærunni frá með vísan til þess að úrskurði ríkisskattstjóra um heimilisfesti væri hvorki hægt að kæra til ráðuneytisins né yfirskattanefndar.

Umboðsmaður var ósammála því og sagði frávísun ráðuneytisins ólöglega. Beindi hann þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka mál sjómannsins aftur til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×