Erlent

Segja kynlíf víst vera eldri konum mikilvægt

Samúel Karl Ólason skrifar
Dómstóllinn sagði að tveir menn á svipuðum aldri hefðu fengið töluvert hærri bætur vegna sambærilegra atvika.
Dómstóllinn sagði að tveir menn á svipuðum aldri hefðu fengið töluvert hærri bætur vegna sambærilegra atvika. Vísir/GEtty
Mannréttindadómstóll Evrópu segir portúgalska dómstóla hafa brotið á réttindum eldri konu varðandi bætur vegna misheppnaðrar aðgerðar. Maria Ivone Carvalho Pinto de Sousa Morais fór í aðgerðina árið 1995, þegar hún var fimmtug, og eftir aðgerðina gat hún ekki stundað eðlilegt kynlíf vegna mistaka lækna.

Í úrskurði dómara frá árinu 2014, sem ákváðu að lækka bætur hennar sagði að aðgerðin hefði farið fram þegar hún var á þeim aldri að kynlíf væri ekki jafn mikilvægt. Konan, sem nú er 72 ára gömul, barðist gegn ákvörðuninni og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Dómstóllinn úrskurðaði í gær að brotið hefði verið á rétti konunnar og að kynlíf væri mikilvægt eldri konum. Þá sagði dómstóllinn að tveir menn á svipuðum aldri hefðu fengið töluvert hærri bætur vegna sambærilegra atvika.

Ríkisstjórn Portúgal þarf að greiða Morais 5.710 evrur (Um 700 þúsund krónur) í skaðabætur og vegna kostnaðar, samkvæmt frétt Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×