Erlent

Stökk út í ískaldan sjó til að bjarga félaga sínum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjórinn var aðeins um átta gráður en skipstjórinn lét engan bilbug á sér finna.
Sjórinn var aðeins um átta gráður en skipstjórinn lét engan bilbug á sér finna. Vísir/Skjáskot
Skipstjóri fiskveiðiskips stökk út í ískaldan sjó til að bjarga áhafnarmeðlimi sínum. Skipinu hvolfdi í grennd við Raspberry-eyju í Alaskaflóa en björgunin náðist á myndband.

Skipstjórinn stökk út í vatnið, sem var rétt um átta gráður, í gær þegar einn meðlimur áhafnarinnar féll útbyrðis. Skipi mannanna hafði hvolft en fjórir voru um borð.

Nokkur skip voru í grennd við skipið Grayling, sem mennirnir voru um borð í, þegar vatn tók að flæða inni í það. Grayling hvolfdi þegar annað skip kom því til aðstoðar og reyndi að ferja það í land. Þrír áhafnarmeðlimir, þar á meðal skipstjórinn, voru strax heilir á húfi en sá fjórði fór í sjóinn og ekkert sást til hans í um tuttugu mínútur.

Um leið og skipstjórinn, Chris Trosvig, kom auga á félaga sinn stökk hann út í vatnið og bjargaði honum. Þyrla strandgæslunnar á svæðinu flaug með manninn á næsta flugvöll þar sem hlúð var að honum.

Myndband af björguninni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×