Fótbolti

Varaforseti UEFA segir af sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angel Maria Villar.
Angel Maria Villar. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að varaforsetinn Angel Maria Villar hafi sagt af sér.

Spánverjinn situr í fangelsi í heimalandinu vegna spillingarmála. Villar bauðst til að segja af sér og UEFA þáði það.

Villar mun segja af sér sem varaforseti en einnig gefa eftir sæti sitt í framkvæmdanefnd UEFA.

Í yfirlýsingunni þakkaði Aleksander Ceferin, forseti UEFA, Angel Maria Villar fyrir hans margra ára starf fyrir Knattspyrnusamband Evrópu.

UEFA tók það jafnframt fram að sambandið ætli ekki að tjá sig frekar um málaferlin gegn Angel Maria Villar á Spáni.

Angel Maria Villar var handtekinn vegna gruns um spillingu í tengslum starf sitt sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×