Enski boltinn

Mourinho: Pogba er í flokki með Lionel Messi og Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba í baráttunni við Lionel Messi í nótt.
Paul Pogba í baráttunni við Lionel Messi í nótt. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði vel um franska miðjumanninn Paul Pogba eftir leik Manchester United og Barcelona í nótt og Portúgalinn setti Pogba í flokk með bestu knattspyrnumönnum heims.

Pogba er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims þó að það gæti reyndar breyst fljótlega verði af kaupum franska liðsins Paris Saint Germain á Neymar frá Barcelona.

Paul Pogba kom inn í byrjunarlið Manchester United fyrir leikinn og frammistaða hans var það góð að mati portúgalska stjórans að hann fór að setja hann í flokk með leikmönnum sem eru hvað mikilvægastir hjá bestu félögum Evrópu.

„(Lionel) Messi og Neymar, það er enginn leikmaður eins og þessir tveir," sagði Mourinho eftir leikinn. „(Luis) Suarez, (Andres) Iniesta, (Gerard) Pique, (Cristiano) Ronaldo, (Gareth) Bale, (Luka) Modric og Toni Kroos. Það er líka bara ein útgáfa til af þeim og þeir spila því bara fyrir eitt félag,“ sagði Jose Mourinho.

„Við getum ekki fengið þá því þeir tilheyra sínum liðum. Ég verð samt að segja að Paul Pogba sýndi okkur að hann er í flokki með þessum mönnum,“ sagði Mourinho.

Paul Pogba er enn bara 24 ára gamall og það er búist við miklu af honum á komandi tímabili nú þegar hann er búinn að klára eitt tímabil með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×