Lífið eftir Brad: Angelia Jolie opnar sig í forsíðuviðtali við Vanity Fair

27. júlí 2017
skrifar

,,Nú er ég að einbeita mér að því að vera mjög góð húsmóðir og að hugsa vel um börnin mín. Þegar ég fer að sofa á kvöldin spyr ég sjálfa mig að því hvort ég hafi staðið mig vel sem móðir þann daginn," segir Angelina Jolie í forsíðuviðtali við Vanity Fair. Angelina opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt, mikilvægi líðan barnanna og heilsu sinnar. Segir hún skilnaðinn hafa verið mjög erfiðan og tekið mikið á, en að þau Brad setji allt til hliðar til að hugsa vel um börnin.

,,Nú er vinnan mín ekki í forgangi, eina sem ég vil gera núna er að læra hvernig ég get gert mjög góðan morgunmat." Angelina er einlæg og hreinskilin í viðtalinu. Angelina keypti nýtt hús fyrir sig og börnin, og byrjar nú upp á nýtt sem einstæð móðir. 

Meira er hægt að lesa um viðtalið á heimasíðu Vanity FairLjósmyndarar: Mert Atlas og Marcus Piggot. Stílisti: Jessica Diehl


Ljósmyndarar: Mert Atlas og Marcus Piggot. Stílisti: Jessica Diehl


Ljósmyndarar: Mert Atlas og Marcus Piggot. Stílisti: Jessica Diehl