Enski boltinn

Fá nú fimm ára bann fyrir að ráðast á dómara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fótboltadómarar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fótboltadómarar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið ætlar nú að taka mjög hart á því ef leikmenn gera sig seka um að ráðast að dómurum í grasrótarfótboltanum í Englandi.

Hér eftir verður lágmarksrefsingin fimm ára bann fyrir að ofbeldi gegn dómara í leik.  BBC segir frá.

Nýju reglurnar gilda fyrir neðstu deildirnar í utandeildinni sem og alla leiki í yngri flokkum.

Þeir leikmenn sem koma við dómara fá þannig að lágmarki 84 daga bann og 100 punda sekt.

Þeir leikmenn sem hrauna yfir dómarann fá að minnsta kosti 56 daga bann eða 6 leiki auk þess að borga 50 punda sekt.

Enska knattspyrnusambandið tekur fram að þetta séu aðeins lágmörkin og að refsingin gæti orðið meiri sé tilefni til þess.

Það verður líka önnur agaregla í gildi á 2017-18 tímabilinu í þeim 32 grasrótardeildum sem eru í gangi í enska fótboltanum.

Leikmenn geta nú verið settir í skammakrókinn en þeir þurfa þá að eyða tíu mínútum utan vallar frá þeir gult spjald fyrir mótmæli.

Enska knattspyrnusambandið ætlar með þessu að bjóða upp á mun betra vinnuumhverfi fyrir dómara sína í grasrótarfótboltanum þar sem mönnum hættir oft við því að æsa sig of mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×