England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toni Duggan og Nikita Parris skoruðu mörk Englands í sigrinum á Portúgal.
Toni Duggan og Nikita Parris skoruðu mörk Englands í sigrinum á Portúgal. Vísir/Getty
Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli.

England bar sigurorð af Portúgal, 1-2, í Tilburg. Enska liðið vann alla þrjá leiki sína í riðlinum.

Toni Duggan kom Englandi yfir á 7. mínútu en 10 mínútum síðar jafnaði Carolina Mendes, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, metin fyrir Portúgal. Mendes varð þarna sú fyrsta til að skora hjá enska liðinu á EM.

Staðan í hálfleik var 1-1 en í upphafi seinni hálfleiks skoraði Nikita Parris sigurmark Englendinga.

Í hinum leik kvöldsins mættust Skotland og Spánn í Deventer.

Skotar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á EM með markatölunni 1-8 en gerðu sér lítið fyrir og unnu í kvöld. Caroline Weir skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu og tryggði Skotum sinn fyrsta sigur á stórmóti.

Skotland, Spánn og Portúgal enduðu öll með þrjú stig í D-riðli en Spánverjar fóru áfram á bestu markatölunni.

Spánn mætir Austurríki í 8-liða úrslitunum á meðan England mætir Frakklandi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira