Viðskipti erlent

Bezos tekur fram úr Gates sem ríkasti maður heims

Kjartan Kjartansson skrifar
Jeff Bezos kann ekki aura sinna tal.
Jeff Bezos kann ekki aura sinna tal. Vísir/Getty

Hækkun hlutabréfa Amazon-netverslunarinnar í morgun skaut Jeff Bezos, stofnanda fyrirtækisins, upp fyrir Bill Gates, stofnanda Microsoft, á lista ríkustu manna heims.

Eignir Bezos jukust við hættunina um 1,1 milljarð Bandaríkjadala, um 115 milljarða króna á gengi dagsins í dag, og eru nú metnar á 90,9 milljarða dala, eða um 9.518 milljarða króna. Eignir Gates eru metnar á 90,7 milljarða dala.

Hlutabréf Amazon hækkuðu vegna frétta af nýjum afkomutölum fyrirtækisins. Haldi hækkunin út daginn er Bezos ríkasti maður heims á lista Bloomberg.

Gates hefur verið á toppi lista Bloomberg yfir ríkustu menn heims frá árinu 2013.

Bezos á 17% hlut í Amazon. Hann er einnig eigandi dagblaðsins Washington Post.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
0,96
2
33.174
SJOVA
0,47
2
2.649
HEIMA
0
1
199
SKEL
0
3
2.060
ORIGO
0
1
1.052

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-4,09
2
367
SIMINN
-2,16
5
83.516
ICEAIR
-1,34
23
102.891
EIM
-1,21
5
41.193
EIK
-0,8
4
9.689