Erlent

Einn látinn í árás í matvöruverslun í Hamborg

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásin er sögð hafa átt sér stað í verslun Edeka, stærstu stórmarkaðakeðju Þýskalands.
Árásin er sögð hafa átt sér stað í verslun Edeka, stærstu stórmarkaðakeðju Þýskalands. Vísir/AFP
Einn maður er sagður látinn og nokkrir aðrir sárir eftir að árásarmaður réðist á fólkið í matvöruverslun í þýsku borginni Hamborg. Dagblaðið Bild segir að hann hafi ráðist að viðskiptavinum verslunarinnar með hnífi að handahófi.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir þýsku lögreglunni að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn en of snemmt sé að segja til um hvað honum gekk til.

Bild birti mynd af blóðugum manni sem blaðið segir vera árásarmanninn. Það segir að lögreglan leiti annars manns í tengslum við árásina.

Árásin átti sér stað á horni Fuhlsbüttler- og Hermann-Kauffmann-stræta í norðurhluta Hamborgar. Vitni segja hana hafa gerst í verslun Edeka, stærstu verslunarkeðju Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×