Innlent

John Snorri kominn í búðir fjögur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
John Snorri mun nú hvílast í búðum fjögur.
John Snorri mun nú hvílast í búðum fjögur. kári schram
John Snorri Sigurjónsson, sem í morgun varð fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls heims, K2 er kominn í búðir fjögur ásamt sjerpanum sínum, Tsering Sherpa. Í búðunum beið þeirra súrefni sem er nauðsynlegt í 7.800 metra hæð.

John Snorri og Tsering eru nú að koma sér fyrir í tjaldi til að hvílast en á morgun er planið að fara alla leið niður í grunnbúðir.

Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, sem John Snorri safnar áheitum fyrir með göngu sinni á K2 segir í samtali við Vísi að söfnunin hafi tekið kipp í dag.

Hún er þó ekki með nákvæma tölu á því hversu mikið hefur safnast enda séu allir með hugann við það núna að leiðin niður fjallið gangi vel.

Þeir sem vilja styðja John Snorra og um leið Líf geta gert það á www.lifsspor.is og í síma 9081515. Allur ágóðinn rennur óskertur til uppbyggingar á Kvennadeild Landspítalans.


Tengdar fréttir

John Snorri kominn á toppinn

John Snorri Sigurjónsson, fjallgöngumaður, komst í morgun á topp næsthæsta fjalls heims K2, fyrstur Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×