Enski boltinn

Óvænt endurkoma Megson til West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Megson var síðast við stjórnvölinn hjá Sheffield Wednesday.
Gary Megson var síðast við stjórnvölinn hjá Sheffield Wednesday. vísir/getty
Gary Megson er kominn aftur til enska úrvalsdeildarliðsins West Brom.

Hinn 58 ára gamli Megson verður hægri hönd knattspyrnustjórans Tonys Pulis hjá West Brom.

Megson er öllur hnútum kunnugur hjá West Brom en hann stýrði liðinu á árunum 2000-04 og kom því tvisvar upp í ensku úrvalsdeildina.

Megson hefur ekki starfað við þjálfun síðan honum var sagt upp hjá Sheffield Wednesday í febrúar 2012.

West Brom hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðinum í sumar. Pulis hefur þó hug á að bæta úr því og hefur m.a. áhuga á Ben Gibson, varnarmanni Middlesbrough.

Chris Smalling og Phil Jones, varnarmenn Manchester United, og Lamine Koné hjá Sunderland eru einnig undir smásjánni hjá Pulis samkvæmt heimildum The Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×