Handbolti

Selfoss fær unglingalandsliðsmann frá Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anadin Suljakovic þykir efnilegur markvörður.
Anadin Suljakovic þykir efnilegur markvörður. mynd/selfoss
Selfoss hefur samið við 19 ára markvörð, Anadin Suljakovic, um að leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta.

Suljakovic er Bosníumaður en hefur leikið með yngri landsliðum Katar frá árinu 2015.

Hann lék síðast með Al Sadd SC í Katar en þar áður var hann á mála hjá RK Maglaj í Bosníu.

Auk Suljakovic hefur Selfoss samið við markvörðinn Sölva Ólafsson.Þá er línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson einnig genginn í raðir liðsins.

Selfoss endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar í fyrra og tapaði fyrir Aftureldingu í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.


Tengdar fréttir

Sölvi kominn aftur á Selfoss

Handknattleiksmarkvörðurinn Sölvi Ólafsson er búinn að semja við uppeldisfélag sitt, Selfoss, á nýjan leik.

Atli Ævar til Selfoss

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×