Íslenski boltinn

Teigurinn: Sigurbjörn skoraði Gamla markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gamla markið er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla.

Sigurbjörn Hreiðarsson var gestur Guðmundar Benediktssonar og Reynis Leóssonar í þætti gærkvöldsins og hann skoraði einmitt gamla markið.

Markið kom í 0-3 sigri Vals á Þrótti fyrir nákvæmlega 19 árum síðar. Þetta var eitt af 34 mörkum Sigurbjörns fyrir Val í efstu deild. Hann er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild með 240 leiki.

Sigurbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá Val undanfarin þrjú ár.

Gamla markið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×