Innlent

Flóðið að ná hámarki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/eva georgs
Búist er við að flóðið í Múlakvísl nái hámarki eftir fáeinar klukkustundir. Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar og þá er áin er dökk og mikill fnykur er frá henni.

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að hlaupið sé svipað því sem varð árið 2011 þegar brúna tók af veginum. Rafleiðni hefur vaxið mjög hratt, en hún mældist 580 μS/cm klukkan átta í morgun.

Áfram er fylgst með þróuninni og Vegagerðin er með menn við veginn sem eru tilbúnir að loka veginum.


Tengdar fréttir

Degi styttra í næsta gos

Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld.

Ekki merki um gosóróa

Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×