Handbolti

Bergerud samdi við Flensburg

Elías Orri Njarðarson skrifar
Torbjorn að fagna á HM í vetur
Torbjorn að fagna á HM í vetur visir/getty
Torbjorn Bergerud, landsliðsmarkvörður Noregs í handbolta, mun ganga til liðs við SG Flensburg næsta sumar.

Bergerud sem er 23 ára gamall, hefur leikið með TTH Holstebro í Danmörku síðan árið 2016, mun ganga í raðir þýska liðsins SG Flensburg-Handewitt. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska liðið og mun ganga í raðir þess eftir ár.

Bergerud átti stóran þátt í velgengni norska liðsins á HM í Frakklandi þar sem að norska liðið nældu sér í silfurverðlaun.

Það er útlit fyrir að forráðamenn Flensburg séu að yngja upp í liðinu en gamla kempan Mattias Andersson, sem hefur staðið í marki Flensburg síðan árið 2011 er að fara frá félaginu en hann er orðinn 39 ára gamall,ásamt því að hinn markvörður liðsins, Daninn Kevin Moller, er einnig á förum frá liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×