Sport

Bætti Íslandsmetið en komst ekki áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. vísir/stefán
Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í tíunda sæti í 50 m bringusundi á HM í Búdapest en hún synti í undanúrslitum í greininni í dag.

Hún synti á 30,71 sekúndum í dag sem er bæting á ársgömlu Íslandsmeti hennar um tólf hundraðshluta úr sekúndu.

„Ég er rosalega ánægð, það að bæta tímann minn og vera tíunda í heiminum, ég get ekki kvartað," Hrafnhildur í stuttu viðtali sem birtist á heimasíðu Sundsambandsins í dag.

Hrafnhildur keppti einnig í 100 m bringusundi en komst ekki upp úr undanrásunum í þeirri grein. Hún hefur nú lokið keppni á HM í Búdapest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×