Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair tóku kipp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um rúmlega 4 prósent í gær.
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um rúmlega 4 prósent í gær. Vísir/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Ice­landair Group hækkaði um 4,32 prósent í 564 milljóna króna viðskiptum í gær. Hækkunina má líklega rekja til nýrra flutningatalna sem birtust fyrir helgi. Þá kom fram að í júní flutti Icelandair um 488 þúsund farþega sem var 11 prósent aukning milli ára.

Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 1,31 prósent og vó hækkunin hjá Icelandair Group þar þungt. Félaginu hefur ekki gengið mjög vel á markaði síðustu mánuði. Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúmlega 30 prósent. Lækkunin var einna mest milli janúar og marsmánaða en gengið hefur þó hækkað síðastliðna viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,45
7
86.377
ICEAIR
0,31
29
350.000
SIMINN
0,24
6
82.857
VIS
0
3
2.618

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,62
15
66.450
TM
-1,55
5
70.175
REGINN
-1,19
4
17.494
SKEL
-1,14
15
171.581
REITIR
-1,1
6
128.038