Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair tóku kipp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um rúmlega 4 prósent í gær.
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um rúmlega 4 prósent í gær. Vísir/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Ice­landair Group hækkaði um 4,32 prósent í 564 milljóna króna viðskiptum í gær. Hækkunina má líklega rekja til nýrra flutningatalna sem birtust fyrir helgi. Þá kom fram að í júní flutti Icelandair um 488 þúsund farþega sem var 11 prósent aukning milli ára.

Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 1,31 prósent og vó hækkunin hjá Icelandair Group þar þungt. Félaginu hefur ekki gengið mjög vel á markaði síðustu mánuði. Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúmlega 30 prósent. Lækkunin var einna mest milli janúar og marsmánaða en gengið hefur þó hækkað síðastliðna viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira