Matur

Eggja- og lárperusalat með kalkúni

Tortilla-kökur má fylla með alls kyns kjöti og grænmeti eftir smekk hvers og eins.
Tortilla-kökur má fylla með alls kyns kjöti og grænmeti eftir smekk hvers og eins.

Góðir réttir þurfa ekki að vera óhollir. Hér er uppskrift sem er góðar á sumardegi en jafnframt holl, eggja- og lárperusalat með kalkúni.

Í þessa uppskrift er notuð tortilla-kaka úr heilhveiti. Þægilegur réttur sem hægt er að borða úti í náttúrunni. Fínasti hádegisverður fyrir fjóra eða nesti í ferðalagið.

Eggja- og lárperusalat með kalkúni

8 egg
3 litlar lárperur
4 msk. kotasæla
2 msk. fínt saxaður graslaukur
½ tsk. salt
½ tsk. pipar
4 tortilla-kökur
200 g spínat
100 g kalkúnaálegg

Sjóðið eggin í 10 mínútur og kælið þau undir ísköldu rennandi vatni.

Skerið eggin og lárperurnar í litla bita. Blandið saman lárperum, kotasælu, graslauk, salti og pipar. Síðan eru eggjabitarnir hærðir saman við.

Setjið spínat, kalkúnaálegg og kotasælublönduna á hverja tortillu og rúllið upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira