Innlent

Ákærð fyrir barnsrán

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Konunni er gefið að sök að hafa framið barnsrán.
Konunni er gefið að sök að hafa framið barnsrán. Visir/GVA
Héraðssaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir barnsrán sem hún á að hafa framið þegar hún var 26 ára. RÚV greinir frá þessu.

Konunni er gefið að sök að hafa hvatt fimmtán ára stúlku til að yfirgefa heimili sitt. Á hún að hafa sótt stúlkuna á bíl og farið með hana í íbúð í Garðabæ hvar hún dvaldi í fjórar klukkustundir. Er þetta talið varða við 193. gr. Almennra hegningarlaga.

Auk þess er konunni gefið að sök að hafa hvatt umrædda stúlku til áfengisneyslu. Þetta er talið varða við 193. gr. Barnaverndarlaga.

Foreldrar stúlkunnar fara fram á að konan greiði stúlkunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×