Innlent

Alvarlegt slys hjá gámastöðinni á Selfossi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Slysið átti sér stað inn á gámasvæði Árborgar.
Slysið átti sér stað inn á gámasvæði Árborgar. Vísir/MHH
Ungur maður slasaðist alvarlega þegar bifreið féll af tjakki á hann á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í kvöld. Lögreglu og sjúkraflutningsmönnum barst tilkynning þess efnis um níuleytið í kvöld og héldu á vettvang.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem barst fréttastofu á tólfta tímanum í kvöld, segir að ungi maðurinn hafi klemmst fastur undir bifreiðinni sem maðurinn var að vinna undir. Endurlífgunartilraunir á vettvangi báru árangur og var maðurinn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi í Reykjavík.

Líðan mannsins er eftir atvikum. Starfsmenn gámasvæðisins sögðu í samtali við Vísi að gámasvæðið sé lokað á kvöldin og þar eigi enginn að vera á ferli.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×