Viðskipti innlent

Skotsilfur Markaðarins: Guðmundur Árnason á leið í forsætisráðuneytið

Ritstjórn Markaðarins skrifar

Í stjórnkerfinu er nú unnið að því að gera breytingar á ráðuneytisstjórum í valdamestu ráðuneytunum. Þannig er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagður hafa hug á því að fá Guðmund Árnason, sem hefur gegnt starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu um árabil, yfir til sín í forsætisráðuneytið. Talið er að eftirmaður Guðmundar í fjármálaráðuneytinu verði Tómas Brynjólfsson, sem var um tíma skrifstofustjóri efnahagsmála og fjármálamarkaða í ráðuneytinu, en hefur síðustu tvö ár starfað á vettvangi EFTA. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað verður um Ragnhildi Arnljótsdóttur sem hefur verið ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu frá 2009.

Kom ekki á óvart
Tilkynnt var á dögunum að Sigþóri Jónssyni, sem hafði verið framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa (ÍV) frá því í ársbyrjun 2015, hefði verið sagt upp störfum. Þau tíðindi komu ekki mjög á óvart en sá orðrómur hafði verið á kreik um nokkurt skeið að staða Sigþórs væri veik og að stjórn félagsins hefði í hyggju að fá nýjan framkvæmdastjóra. Á meðal þeirra sem eru helst nefndir til að taka við framkvæmdastjórastólnum er núverandi stjórnarformaður Íslenskra verðbréfa, Eiríkur S. Jóhannsson, en hann hefur verið forstjóri Slippsins á Akureyri frá 2015 og var meðal annars áður framkvæmdastjóri hjá Baugi Group.


Guðmundur Árnason hefur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu um árabil.

Talaði gegn evru
Athygli vakti í síðustu viku þegar greint var frá því að Anthanasios Orphanides, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Kýpur, myndi veita sérstakri verkefnisstjórn á vegum íslenskra stjórnvalda ráðgjöf um peningastefnu til framtíðar. Orphanides þessi stóð í ströngu þegar evrukreppan reið yfir álfuna og hefur margt miður fallegt að segja um framgöngu valdamanna í Brussel. Hann kom hingað til lands sumarið 2014 og ráðlagði þá Íslendingum að taka ekki upp evru. Og raunar gekk hann lengra en það og fullyrti að það yrðu mistök fyrir hvaða ríki sem er að ganga í myntbandalagið. Evrusvæðið væri einfaldlega ekki sjálfbært.

Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836