Viðskipti innlent

Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð

Jakob Bjarnar skrifar
Fyrirtækið Kúkú campers hefur verið umdeilt vegna meints frjálsræðis viðskiptavina þess. En, staðan er sú að fyrirtækið, sem er með um eitt prósent markaðshlutdeild í bílaleigubransanum, er þjóðarbúinu mikilvægara en flest stórbýli landsins.
Fyrirtækið Kúkú campers hefur verið umdeilt vegna meints frjálsræðis viðskiptavina þess. En, staðan er sú að fyrirtækið, sem er með um eitt prósent markaðshlutdeild í bílaleigubransanum, er þjóðarbúinu mikilvægara en flest stórbýli landsins.

Fari sem horfir mun bílaleigubransinn vaxa landbúnaði yfir höfuð sé litið til veltu á þessu ári. Hún stefnir nú í 54 milljarða sem er nokkru hærra en landbúnaður á Íslandi veltir.

Nú er svo komið að bílaleigubransinn skiptir meira máli fyrir þjóðarbúið, sé litið til veltutalna, en landbúnaðurinn.

Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands, vekur athygli á þessari staðreynd á Facebook-síðu sinni og birtir þar athyglisvert línurit sem snýr að þessu og sýnir þróunina glögglega.

Böðvar vekur jafnframt athygli á því að umferð á vegum í júní, um hringveginn, „var rúmlega 12% meiri en júní í fyrra og aldrei hefur verið meiri vöxtur í umferð á milli ára. Fjöldi þeirra sem fóru um vopnaleit á leið úr landi var 20% meiri í júní 2017 en 2016 og á árinu er 39% aukning frá fyrra ári,“ segir Baldur og spyr: „Var einhver að segja þér að það sé ekkert að gerast og allt stopp og þá sérstaklega úti á landi?“

Sé litið til mismunandi landshluta þá hefur á umliðnum 5 árum umferð vaxið um 100 prósent á Austurlandi, 50 prósent á Norðurlandi, Suðurlandi um 60 prósent, 40 prósent á Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu um ein 35 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150