Bíó og sjónvarp

Deadpool óskaði Wonder Woman til hamingju með sigurinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gal Gadot, sem fer með hlutverk Wonder Woman, hafði betur í baráttunni um dollaranna. Reynolds tók ósigrinum vel.
Gal Gadot, sem fer með hlutverk Wonder Woman, hafði betur í baráttunni um dollaranna. Reynolds tók ósigrinum vel. Vísir/AFP
Leikarinn Ryan Reynolds, sem fer með hlutverk orðljótu ofurhetjunnar Deadpool, óskaði kollega sínum, Wonder Woman, til hamingju með sigurinn nú í vikunni. Hamingjuóskirnar eru sendar vegna nýútgefinna miðasölutalna Wonder Woman, sem tóku formlega fram úr sölutölum kvikmyndarinnar Deadpool um nýliðna helgi.

Wonder Woman var frumsýnd í byrjun júní síðastliðnum og hefur halað inn 368 milljónum Bandaríkjadala síðan á frumsýningardag. Deadpool, sem kom út í fyrra, hefur þénað 363 milljónir en Wonder Woman hefur því borið sigur úr býtum í miðasölu. Um helgina náði Wonder Woman jafnframt 34. sæti á lista yfir tekjuhæstu kvikmyndir frá upphafi í Bandaríkjunum.

Ryan Reynolds samgladdist samstarfskonu sinni, Gal Gadot, í vikunni en hann setti inn mynd á Instagram-reikning sinn sem sýnir Deadpool sjálfan með Wonder Woman-hálsmen.

Wonder Woman í túlkun Gadot má næst sjá síðar á þessu ári í væntanlegri kvikmynd um ofurhetjugengið Justice League. Þá er gert ráð fyrir að framhald Deadpool, Deadpool 2, líti dagsins ljós á næsta ári.

Færslu Reynolds má sjá hér að neðan en greinilegt er að mikill hlýhugur ríkir á milli máttarstólpa ofurhetjuheimsins.

The Merc May Be Filthier, but Her B.O. is Stronger. Congrats #WonderWoman #BoxOfficeBoss

A post shared by Ryan Reynolds (@vancityreynolds) on


Tengdar fréttir

Leikstjóri Wonder Woman slær met

Leikstjóri kvikmyndarinnar Wonder Woman er nú sá kvenkyns leikstjóri sem á aðsóknarmestu kvikmyndina á opnunarhelgi í Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×