Viðskipti innlent

Tafir á störfum vegna samruna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Vegna mikilla anna við rannsókn á samrunum fyrirtækja hafa orðið tafir á meðferð annarra mála hjá Samkeppniseftirlitinu og er fyrirsjáanlegt að svo verði áfram á næstunni, að því er fram kemur í frétt á vef stofnunarinnar. Svo kann að fara að meðferð einstakra mála verði af þessum sökum frestað enn frekar eða hún felld niður.

Í frétt stofnunarinnar segir að tilkynningar um samruna fyrirtækja hafi verið um tvöfalt fleiri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili árin 2015 og 2016. Á meðal samrunamála eru kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×