Viðskipti innlent

Niðurstaðan ljós í lok ársins

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga
Finnur Árnason, forstjóri Haga
Samþykki Samkeppnis­eftir­litsins er nú það eina sem stendur í vegi fyrir því að kaup smásölufélagsins Haga á olíufélaginu Olís og fasteignafélaginu DGV geti gengið í gegn. Má vænta niðurstöðu eftirlitsins undir lok ársins.

Hagar tilkynntu í gær að fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar vegna viðskiptanna hefði verið aflétt. Öðrum fyrirvara, um samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, hafði áður verið aflétt. Enn er hins vegar í gildi fyrirvari um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Forsvarsmenn Haga skrifuðu undir kaupsamning um kaup á félögunum tveimur 26. apríl síðastliðinn. Vænt kaupverð er um 9,2 til 10,2 milljarðar króna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×