Enski boltinn

Tölurnar sem hafa hækkað verðmiðann á Gylfa upp í meira en sex milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu af níu mörkum sínum á síðasta tímabili.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu af níu mörkum sínum á síðasta tímabili. Vísir/Getty

Everton og Leicester City vilja bæði fá Gylfa Þór Sigurðsson og voru tilbúinn að borga fyrir hann 40 milljónir punda eða fimm milljarða íslenskra króna. Swansea vill hinsvegar fá 50 milljónir fyrir sinn besta leikmenn.

Gylfi stóð sig frábærlega með Swansea á síðustu leiktíð og það eru ekki margir eins flotta tölfræði og íslenski landsliðsmaðurinn.  

Vísir fann nokkrar athyglisverðar tölur um frammistöðu Gylfa sem skýra það að einhverju leiti af hverju lið í ensku úrvalsdeildinni eru tilbúin að gera hann að einum dýrast leikmanni knattspyrnusögunnar.

Swansea væri ekki í ensku úrvalsdeildinni ef liðið hefði ekki haft Gylfa Þór Sigurðsson í sínu liði og þetta sést vel á tölfræðinni. Þar liggur líka stór hluti ástæðunnar að félagið vilji ekki selja hann nema fyrir hátt í sjö milljarða íslenskra króna.


26
Gylfi er aðeins einn af fimm leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa náð að gefa 26 stoðsendingar á síðustu fjórum tímabilum. Hinir fjórir eru Cesc Fabregas (37), Mesut Ozil (33), Christian Eriksen (30) og Kevin De Bruyne (27).

8 af 13
Gylfi gaf alls 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en þar af komu átta þeirra úr föstum leikatriðum.

6
Gylfi Þór Sigurðsson skorað níu mörk fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni þar af 3 þeirra af vítapunktinum. Það vekur þó athygli að hann skoraði fimm af sínum mörkum á móti sex efstu liðum deildarinnar. að var aðeins Leicester-maðurinn Jamie Vardy sem skoraði fleiri á móti bestu liðunum.

34+29
Gylfi Þór Sigurðsson á bæði markamet og stoðsendingamet Swansea í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað 34 mörk og gefið 29 stoðsendingar fyrir félagið í deild þeirra bestu.

48,9%
Gylfi kom með beinum hætti að 22 af 45 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eða rétt tæplega 49 prósent markanna. Það voru aðeins Jermain Defoe hjá Sunderland (58.6%) og Romelu Lukaku Everton (50%) sem komu að hærra hlutfalli marka sinna liða.

7
Gylfi hefur skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum síðan að hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni 2012. Enginn leikmaður hefur náð því í deildinni á þessum tíma en þeir Juan Mata og Robert Snodgrass hafa skorað úr sex aukaspyrnum á sama tíma.

433
Gylfi hljóp meira en allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en hann hljóp samtals 433 kílómetra á tímabilinu.

377 og 77
Sóknarleikur Swansea snérist í kringum Gylfa Þór Sigurðsson á leiktíðinni en það sést á 377 sendingum hans á síðasta þriðjungi vallarins og 77 sköpuðu skotfærum fyrir liðsfélagana.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira