Íslenski boltinn

Spilar með fótboltaliði ÍBV þrátt fyrir að hafa yfirgefið félagið í handboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Aron Ingibjargarson fagnar hér bikarmeistaratitli með handboltaliði ÍBV.
Kolbeinn Aron Ingibjargarson fagnar hér bikarmeistaratitli með handboltaliði ÍBV. Vísir/Andri Marinó
Handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson verður varamarkvörður Eyjamanna í Pepsi-deildinni í fótbolta á meðan Derby Carillo er að keppa í Gullbikarnum með El Salvador.

Kolbeinn Aron yfirgaf handboltalið ÍBV í sumar og ætlar að spila með Aftureldingu í Olís-deildinni næsta vetur.

Hann hefur hinsvegar skipt yfir í ÍBV í fótboltanum frá KFS þar sem hann hefur spilað sem markvörður í sumar. Vefsíðan fótbolti.net segir frá.

Markmannsþjálfari ÍBV, hinn 49 ára gamli Kristján Yngvi Karlsson, var varamarkvörður Eyjaliðsins í leiknum gegn Breiðabliki um síðustu helgi.

Kolbeinn Aron verður í hópnum á móti KA um helgina en svo verður Derby Carillo væntanlega kominn aftur fyrir Fjölnisleikinn.

Halldór Páll Geirsson er aðalmarkvörður ÍBV en hann hefur spilað átta síðustu leiki ÍBV etir að hafa slegið Derby Carillo út úr liðinu eftir aðeins tvo leiki.  

Halldór Páll hefur fengið á sig 12 mörk í 8 leikjum en Derby Carillo fékk á sig fimm mörk í síðasta leik sínum í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×