Fótbolti

Bein útsending: Stelpurnar okkar halda á vit EM-ævintýrisins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stelpurnar okkar komu við á Kópavogsvelli í gær og tóku meðal annars Víkingaklappið með ungum aðdáendum.
Stelpurnar okkar komu við á Kópavogsvelli í gær og tóku meðal annars Víkingaklappið með ungum aðdáendum. Vísir/Vilhelm
Leikmenn, þjálfarar og starfslið kvennalandsliðsins í knattspyrnu halda til Hollands í dag þar sem liðið hefur leik á Evrópumótinu á þriðjudag.

Kveðjuathöfn verður fyrir stelpurnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verður Vísir á staðnum. Reiknað er með því að útsending hefjist upp úr klukkan 15 en landsliðskonurnar fljúga með vél Icelandair til Amsterdam klukkan 16:15.

Fyrsti leikur Íslands er gegn stórliði Frakka í Tilburg á þriðjudaginn.

Uppfært kl. 16.00. Útsendingunni er lokið. Hér fyrir neðan má sjá upptökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×