Íslenski boltinn

Milos sækir liðsstyrk til Serbíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, fékk landa sinn í Kópavoginn.
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, fékk landa sinn í Kópavoginn. vísir/ernir
Breiðablik hefur samið við Serbann Dino Dolmagic. Þetta staðfesti Eysteinn Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við 433.is.

Dolmagic er 23 ára og getur bæði spilað sem hægri bakvörður og hægri kantmaður. Hann lék síðast með Indjija í B-deildinni í Serbíu.

Félagaskiptaglugginn opnar á morgun og Dolmagic leikur því væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik þegar liðið sækir KA heim sunnudaginn 23. júlí.

Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason ætti einnig að vera klár í þann leik en hann er kominn til baka úr láni hjá Horsens í Danmörku.

Breiðablik situr í 7. sæti Pepsi-deildar karla með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×