Sport

Kavanagh: Þetta verður einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kavanagh á æfingu með Conor. Þeir munu taka á því í Las Vegas næstu vikurnar.
Kavanagh á æfingu með Conor. Þeir munu taka á því í Las Vegas næstu vikurnar. vísir/getty
John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor, er mættur til Glasgow og verður í horninu hjá Gunnari Nelson á sunnudag. Við spurðum Kavanagh út í bardaga Conors og Floyd Mayweather.

„Ég held það megi segi að þetta verði einn stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Það verður ótrúlegur fjöldi sem mun horfa á þennan bardaga. Það hafa allir skoðun á þessum bardaga burtséð frá því hver muni vinna,“ segir Kavanagh og er augljóslega mjög spenntur.

Hann mun halda til Las Vegas á mánudaginn og byrja æfingabúðir þar með Conor. Hann kemur því ekki aftur heim til sín fyrr en í september.

Síðustu ár hafa verið ótrúlegur rússibani fyrir bæði Conor og Kavanagh og eðlilega átti hann aldrei von á að svona myndi fara.

„Ég hefði átt að henda honum út úr æfingasalnum eftir fyrstu æfingu. Þá hefði lífið orðið auðveldara,“ segir Kavanagh sposkur og hlær við.

„Þetta hefur verið mjög gaman og líka með Gunna. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi.“

Írinn efast að sjálfsögðu ekkert um að sinn maður eigi möguleika gegn ósigruðum Mayweather.

„Auðvitað á hann möguleika. Hann þáði ekki þennan bardaga bara út af peningunum. Auðvitað er góður bónus að fá alla þessa peninga en hann tók þennan bardaga út af þessari áskorun. Conor veit hvað hann getur gert. Hann mun ekki bara vinna Floyd heldur rota hann.

Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×