Enski boltinn

City búið að gera Walker að dýrasta varnarmanni allra tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Walker lék yfir 200 leiki fyrir Tottenham.
Walker lék yfir 200 leiki fyrir Tottenham. vísir/getty

Manchester City hefur gert enska landsliðsmanninn Kyle Walker að dýrasta varnarmanni sögunnar.

Talið er að City hafi borgað Tottenham 50 milljónir punda fyrir þennan 27 ára gamla hægri bakvörð. Walker skrifaði undir fimm ára samning við City en hann mun leika í treyju númer 2 hjá liðinu.

Walker er þriðji leikmaðurinn sem City kaupir í sumar en áður voru markvörðurinn Ederson og miðjumaðurinn Bernando Silva komnir á Etihad.

Walker er uppalinn hjá Sheffield United en náði aðeins að spila nokkra leiki með aðalliði félagsins áður en Tottenham keypti hann árið 2009.

Það tók Walker talsverðan tíma að festa sig í sessi hjá Tottenham en á fyrstu árum sínum hjá félaginu var hann lánaður til Sheffield United, QPR og Aston Villa.

Walker lék alls 228 leiki fyrir Tottenham og skoraði fjögur mörk. Hann hefur leikið 27 landsleiki fyrir England.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira