Stelpurnar okkar til Hollands í dag

14. júlí 2017
skrifar

Leikmenn, þjálfarar og starfslið kvennalandsliðsins í knattspyrnu fara til Hollands í dag, en fyrsti leikur þeirra á Evrópumótinu er á þriðjudag.

Verslunin Mathilda sá um klæðnað stelpnanna fyrir ferðina, og kemur hann frá Polo Ralph Lauren. Dressið er einfalt en flott; dökkblár jakki, gallabuxur, hvítur bolur og hvítir strigaskór.

Við hjá Glamour hlökkum til að fylgjast með stelpunum á mótinu, en fyrsti leikur þeirra er við Frakka.