Handbolti

Tólf úr bronsliðinu fara til Alsír

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir ætla sér stóra hluti á HM.
Íslensku strákarnir ætla sér stóra hluti á HM. vísir/stefán
Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt á HM U-21 árs í handbolta í Alsír.

Tólf af 16 leikmönnum í hópnum voru í íslenska liðinu sem vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára í Rússlandi fyrir tveimur árum.

Eyjamennirnir Dagur Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson og Frammararnir Þorgeir Bjarki Davíðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson koma inn í hópinn frá HM 2015.

Viktor Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 2000. Hann er einn þriggja markvarða í hópnum. Hinir eru Einar Baldvin Baldvinsson og Grétar Ari Guðjónsson.

Ísland er í riðli 4 ásamt Króatíu, Alsír, Sádí-Arabíu, Argentínu og Marokkó. Fyrsti leikur íslensku strákanna er gegn Argentínumönnum á þriðjudaginn.

Íslenski hópurinn:

Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad

Aron Dagur Pálsson, Stjarnan

Birkir Benediktsson, Afturelding

Dagur Arnarsson, ÍBV

Einar Baldvin Baldvinsson, Valur

Elliði Snær Viðarsson, ÍBV

Elvar Örn Jónsson, Selfoss

Grétar Ari Guðjónsson, Haukar

Hákon Daði Styrmisson, Haukar

Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir

Óðinn Þór Ríkharðsson, FH

Ómar Ingi Magnússon, Aarhus

Sigtryggur Daði Rúnarsson, Aue

Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram

Ýmir Örn Gíslason, Valur

Þorgeir Bjarki Davíðsson, Fram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×