Enski boltinn

Fjölmenni við útför besta vinar Jermains Defoe | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bradley Lowery og Jermain Defoe voru miklir vinir.
Bradley Lowery og Jermain Defoe voru miklir vinir. vísir/getty

Bradley Lowery, stuðningsmaður Sunderland, var lagður til hinstu hvílu í dag.

Bradley lést fyrir viku, aðeins sex ára gamall, eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Barátta Bradleys við krabbameinið vakti mikla athygli á Englandi. Hann var lukkudrengur á leik Sunderland og Everton í fyrra þar sem hann kynntist Jermain Defoe, leikmanni Sunderland. Með þeim tókst mikil vinátta en Defoe var duglegur að heimsækja Bradley sem fékk m.a. að leiða hann inn á Wembley fyrir landsleik Englands og Litháen í vor.

Þúsundir flykktust út á götur Blackhall Colliery, heimabæjar Bradleys, í dag til að votta honum virðingu sína.

Fjölmargir voru klæddir í fótboltabúninga, þ.á.m. fjölskylda Bradleys og Defoe sem var í enska landsliðsbúningnum með nafni vinar síns á bakinu.

„Hann var sönn ofurhetja sem fór alltof snemma frá okkur,“ sagði Gemma, móðir Bradleys, við athöfnina.

„Hann snerti við svo mörgum. Hann var elskandi og indæll sonur og bróðir; gullfalleg stjarna.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira