Handbolti

Gísli: Samningaviðræður við Kiel voru á lokametrunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson, efnilegasti handboltamaður landsins, meiddist illa á æfingu með U-21 árs landsliðinu á dögunum.

Gísli fór úr olnbogalið og verður frá næstu þrjá mánuðina. Hann missir því af HM U-19 og U-21 árs og byrjun tímabilsins með FH í Olís-deild karla.

„Fyrsta sem ég hugsaði var: HM er búið og jafnvel tímabilið. Þetta var hræðsla og hreint út sagt ógeðsleg tilfinning. En ég hafði gott fólk sem kom strax og hjálpaði mér og ég varð fljótt jákvæðari,“ sagði Gísli í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gísli var á leið til Þýskalands en samningur við stórlið Kiel lá á borðinu.

„Þetta var á lokametrunum. Síðan gerðist þetta og nú er þetta komið á „hold“,“ sagði Gísli sem var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í vor.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Geir: Tími Gísla kemur klárlega síðar

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í gær og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×