Formúla 1

Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Valtteri Bottas er á svakalegu skriði þessa dagana.
Valtteri Bottas er á svakalegu skriði þessa dagana. Vísir/Getty
Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma.

Fyrri æfingin

Á æfingunni prófaði Sebastian Vettel eina höfuðvarnarlausnina til viðbótar sem er einskonar orustuþotu skjöldur sem sést í gegnum. Vettel sagði eftir æfinguna að hann hafi orðið rignlaður með skjöldinn á og hreinlega svimað.

Mercedes menn voru lang fljótastir, Max Verstappen varð þriðji á Red Bull um hálfri sekúndu á eftir Bottas. Ferrari ökumennirnir voru báðir meira en sekúndu á eftir Bottas. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fimmti og Vettel sjötti.

Fernando Alonso á McLaren átti fína æfingu og varð áttundi og ók 20 hringi. McLaren bíllinn virkar greinilega vel á Silverstone brautinni því Stoffel Vandoorne varð tíundi.

Sebastian Vettel var í vandræðum með að setja saman almennilegan hring á æfingum.Vísir/Getty
Seinni æfingin

Bottas varð aftur fljótastur á seinni æfingunni. Hann mun þó þurfa að sæta fimm sæta refsingu. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir keppnina. Mercedes liðið hefur staðfest þetta. Þetta er önnur helgin í röð þar sem Mercedes þarf að skipta um gírkassa of snemma. Lewis Hamilton sem varð annar á báðum æfingunum í dag þurfti þá að taka út fimm sæta refsingu.

Gengi Ferrari skánaði töluvert á seinni æfingunni. Raikkonen var aftur fljótari en Vettel en þeir röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti, þriðjung úr sekúndu og tæplega hálfri sekúndu á eftir Bottas.

Nico Hulkenberg á Renault varð sjöundi á seinni æfingunni og Alonso áti aðra góða æfingu í níunda sæti á McLaren bílnum. Hann er að nota þriðju kynslóð Honda vélarinnar um helgina. Hún á að skila þónokkuð mikið meira afli.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.

Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki

Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum.

Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu

Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×