Fótbolti

Teddy Sheringham að taka við liði á Indlandi

Elías Orri Njarðarson skrifar
Sheringham tekur sig vel út í þjálfaragallanum
Sheringham tekur sig vel út í þjálfaragallanum visir/getty
Teddy Sheringham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í fótbolta, er búinn að fá þjálfarastarf í indversku ofurdeildinni. Daily Mail greinir frá.

Sheringham tekur við liði Atlético de Kolkata sem er staðsett á Austur-Indlandi. Liðið var stofnað í maí árið 2014 og hefur átt góðu gengi að fagna í deildinni á Indlandi, þeir lentu í 4. sæti í deildinni en enduðu á því að komast í úrslitaleikinn um titilinn og unnu þar í vítaspyrnukeppni 4-3 gegn Kerala Blasters.

Þetta er annað þjálfarastarf Sheringham en hann stýrði liði Stevenage F.C. tímabilið 2015/2016 í fjórðu efstu deild Englands og Stevenage F.C endaði í 18.sæti af 24 liðum.

Sheringham átti farsælan feril sem leikmaður en hann skoraði til að mynda 31 mark í 106 leikjum fyrir Manchester United frá árunum 1997-2001.

Nýtt tímabil í indversku ofurdeildinni mun hefjast 1. október næst komandi og mun því Sheringham hafa nægan tíma til þess að undirbúa nýja liðið sitt vel fyrir komandi átök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×