Viðskipti innlent

Framtíð þar sem farþegar fái borgað fyrir að fljúga með Wow Air

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Flugfélög hafa að undanförnu kappkostað við að dreifa tekjumöguleikum
Flugfélög hafa að undanförnu kappkostað við að dreifa tekjumöguleikum Mynd/Anton Brink

Skúli Mogensen, forstjóri WOW-Air, spáir framtíð þar sem „við munum borga þér fyrir að fljúga með okkur“. Þetta sagði hann í viðtali við Business Insider sem birtist í dag.

Flugfélög hafa að undanförnu kappkostað við að dreifa tekjumöguleikum og í leiðinni stefnt að því að hætta að treysta á tekjur í gegnum miðasölu. Ríkari áhersla er þá á tekjur í gegnum viðbótargjöld. Þar að auki er meira um hagstætt samstarf við hótelkeðjur, veitingastaði, bílaleigur og annars konar ferðafyrirtæki til að tryggja getu þeirra til að afla tekna frá öllum hliðum farþegafyrirækja og ferðaþjónustu.

„Markmiðið okkar, sem við vinnum að hörðum höndum, er að viðbótartekjurnar okkar verði meiri en farþegatekjurnar okkar. Flugfélaginu sem tekst að vera fyrst til að láta þetta virka mun gjörbreyta atvinnugreininni,“ sagði Skúli í samtali við Business Insider.

WOW hyggst ganga enn lengra hvað varðar þátttöku viðskiptavina. „Persónulegra samband byggt á fyrri kröfum og þörfum,“ segir Skúli. Þar að auki er WOW að skoða nýjar leiðir til að umbuna farþegum sínum fjárhagslega. Þetta felur í sér hugsanlegar greiðslur til farþega þar sem samfélagsmiðlar geta búið til viðskipti fyrir WOW. Hugmyndin er þá að viðskiptavinirnir auglýsi flugfélagið.

„Samfélagsmiðlar og ný tækni bjóða upp á margskonar ný tækifæri. Fólk tekur mikið af myndum og miðlar upplifun sinni á ferðalögum. Við sjáum margar áhugaverðar leiðir til að styrkja fólk til að dreifa orðinu um WOW og umbuna þeim í samræmi við það," bætir Skúli við.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,47
11
338.560
REITIR
0,65
10
146.991
ICEAIR
0,6
9
139.639
SYN
0,35
2
33.473
GRND
0,3
6
101.860

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-1,28
11
252.507
EIK
-1,15
5
91.358
TM
-0,96
2
3.901
REGINN
-0,8
10
185.378
HAGA
-0,47
9
98.758