Enski boltinn

Terry skipaður fyrirliði Aston Villa

Elías Orri Njarðarson skrifar
John Terry er nýr fyrirliði Aston Villa
John Terry er nýr fyrirliði Aston Villa visir/getty

Tilkynnt var á heimasíðu Aston Villa að John Terry, sem gekk til liðs við Aston Villa fyrir tólf dögum, hefur verið gerður að fyrirliða liðsins fyrir næstkomandi tímabil.

Terry gekk til liðs við Aston Villa frá Chelsea, eftir að hafa leikið með Chelsea í fjölda ára. Terry lék 492 leiki og skoraði 41 mark á tíma sínum hjá liðinu en hann var fyrirliði liðsins frá árinu 2004 þangað til að hann yfirgaf það núna í júlí.

Terry var einnig fyrirliði enska landsliðsins í fjögur ár, frá árinu 2006 til ársins 2010, en var sviptur fyrirliðabandinu eftir vandamál í einkalífi sínu.

Valið á Terry kemur því ekki mikið á óvart þar sem að hann hefur gífurlega leiðtogareynslu sem nýtist leikmannahópi Aston Villa vel. Spennandi verður að sjá lið Aston Villa á næsta tímabili en þeir vonast eftir því að komast upp í deild þeirra bestu á Englandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira