Körfubolti

Naumt tap gegn Frökkum

Elías Orri Njarðarson skrifar
Tryggvi Snær var frábær í dag
Tryggvi Snær var frábær í dag visir/ernir

U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi.

Strákarnir leika þar með 16 bestu liðum Evrópu í A-deildinni eftir frækna framgöngu í B-deildinni síðasta sumar.

Leiknum lauk með sigri Frakka 50-58 en leikurinn var jafn og spennandi. Frakkar voru yfir þegar að fyrsta leikhluta lauk 9-14. Annar leikhluti var jafn en bæði lið skoruði 8 stig í leikhlutanum, staðan 17-22 í hálfleik.

Íslensku strákarnir mættu grimmir til leiks í þriðja leikhluta og skoruðu 19 stig í honum meðan að Frakkar skoruðu 16. Staðan í byrjun  fjórða og síðasta leikhlutans var því 36-38. Frakkarnir skoruðu 20 stig í fjórða leikhlutanum gegn 14 íslenskum stigum.

Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik hjá Íslandi í dag en hann skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. Kristinn Pálsson skoraði 14 stig og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Frökkum var Amine Noua stigahæstur með 12 stig.

Næsti leikur íslenska liðsins er á móti Tyrkjum á morgun klukkan 13:45.
 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira