Enski boltinn

Ungur brasilískur miðjumaður til City

Elías Orri Njarðarson skrifar
Douglas Luiz að skrifa undir samninginn við City
Douglas Luiz að skrifa undir samninginn við City heimasíða manchester city

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, heldur áfram ótrauður á leikmannamarkaðnum en  Manchester City voru að staðfesta þær fregnir að Douglas Luiz hafi skrifað undir fimm ára samning við félagið.

Luiz, sem er nýlega orðinn 19 ára gamall, vakti athygli útsendara frá City í Suður-Ameríku. Luiz sem er frá Brasilíu, lék með Vasco de Gama í heimalandinu og stóð sig vel.

Hann lék 20 leiki og skoraði 3 mörk á tíma sínum hjá Vasco de Gama enLuiz er miðjumaður að upplagi og hefur leikið fimm landsleiki fyrir U20 ára landslið Brasilíu.

Luiz verður lánaður strax frá City til Girona á Spáni svo að leikmaðurinn ungi öðlist meiri reynslu áður en hann gæti brotið sér leið inn í byrjunarlið Manchester City.
Fleiri fréttir

Sjá meira