Enski boltinn

Bakayoko kominn til Chelsea

Elías Orri Njarðarson skrifar
Bakayoko á ferðinni með Monaco
Bakayoko á ferðinni með Monaco visir/getty

Franski miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko er kominn til Chelsea fyrir 40 milljónir punda.

Bakayoko sem er 22 ára gamall skrifaði undir fimm ára samning við Englandsmeistaranna. Bakayoko lék 63 leiki fyrir Monaco og skoraði 3 mörk. Hann kom til Monaco árið 2014 frá Rennes.

Tiemoue Bakayoko er annar leikmaðurinn sem Chelsea kaupir á stuttum tíma en þeir keyptu varnarmanninn Antonio Rudinger frá Roma á dögunum.

Bakayoko kveðst vera spenntur að spila undir stjórn Antonio Conte hjá Chelsea en hann fær treyju númer 14 hjá félaginu.

Spennandi verður að sjá hvort að forráðamenn Chelsea haldi áfram á leikmannamarkaðnum í sumar til þess að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni sem hefst í ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira