Fótbolti

Mario Götze sneri aftur á völlinn eftir erfið veikindi

Mario Götze á ferðinni í leiknum á móti Urawa Reds
Mario Götze á ferðinni í leiknum á móti Urawa Reds visir/getty
Mario Götze, leikmaður Bourssia Dortmund og þýska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur á völlinn í gær eftir að hafa glímt við erfið veikindi.

Götze, sem hefur verið frá síðan í febrúar vegna veikinda sem tengjast efnaskipta í líkama hans (e. metabolic illness), kom inn á sem varamaður í vináttuleik Dortmund á móti japanska liðinu Urawa Reds.

Lið Dortmund vann leikinn 3-2 og var þetta annar leikur nýja stjórans hjá Dortmund, Peter Bosz.

Þetta eru góðar fréttir fyrir lið Dortmund og Götze sjálfan og verður það gaman að sjá þennan frábæra leikmann koma sér í gírinn fyrir komandi tímabil.

Mario Götze kom aftur til Dortmund í fyrra eftir þriggja ára dvöl hjá Bayern Munich og hefur spilað 94 leiki og skorað 23 mörk í gula búningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×